Ásgeir stóð uppi sem sigurvegari

Ásgeir Sigurgeirsson, þriðji frá vinstri, brosmildur eftir sigurinn.
Ásgeir Sigurgeirsson, þriðji frá vinstri, brosmildur eftir sigurinn. Ljósmynd/ÍSÍ

Ásgeir Sigurgeirsson stóð uppi sem sigurvegari í keppni í skotfimi með loftbyssu á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í dag. 

Ásgeir fékk 234,9 stig, rúmlega þremur stigum meira en Boris Jeremenko frá Mónakó sem varð annar. Ívar Ragnarsson hafnaði í fimmta sæti með 169,8 stig. 

Í undakeppninni varð Jeremenko efstur með 578 stig, Ásgeir annar með 576 stig og Ívar þriðji með 561 stig. 

Í kvennaflokki hafnaði Jórunn Harðardóttir neðst af níu keppendum. Hún fékk 539 stig og var 21 stigi á eftir Panagiota Charalambous sem tók gullið. 

mbl.is