Halldór varð Evrópumeistari

Íslensku keppendurnir á EM öldunga. Frá vinstri: Sæmundur Guðmundsson, Halldór …
Íslensku keppendurnir á EM öldunga. Frá vinstri: Sæmundur Guðmundsson, Halldór Eyþórsson og María Guðsteinsdóttir. Ljósmynd/kraft.is

Halldór Eyþórsson varð í gær Evrópumeistari í -83 kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Rúmeníu en Halldór keppir í flokki 60 ára og eldri.

Halldór lyfti samanlagt 587,5 kg. og vann öruggan sigur á mótinu. Hann reyndi við nýtt Evrópumet í hnébeygju sem er 248 kg. en tókst ekki.

María Guðsteinsdóttir vann silfurverðlaun í -57 kg flokki kvenna í flokki 40 ára og eldri. Hún lyfti samtals 385 kg.

Sæmundur Guðmundsson keppti í flokki 60 ára og eldri en hann náði ekki að klára mótið. Hann lyfti 90 kg í bekkpressu og 185 kg í réttstöðulyftu en náði ekki að ljúka keppni í hnébeygjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert