Djokovic styrkti stöðu sína á toppnum

Novak Djokovic smellir kossi á bikarinn eftir sigurinn á Wimbledon-mótinu.
Novak Djokovic smellir kossi á bikarinn eftir sigurinn á Wimbledon-mótinu. AFP

Serbinn Novak Djokovic styrkir stöðu sína í toppsæti heimslistans í tennis eftir sigurinn á Wimbledon-mótinu í gær þar sem hann hafði betur gegn Svisslendingnum Roger Federer í mögnuðum úrslitaleik.

Þetta var fimmti sigur Djokovic á Wimbledon-mótinu og 16. risatitill hans á ferlinum en úrslitaleikurinn í gær stóð yfir í tæpar fimm klukkustundir.

Djokovic er 4.500 stigum á undan Spánverjanum Rafael Nadal sem er í öðru sæti á heimlistanum og Federer er í þriðja sætinu, 485 stigum á eftir Nadal.

Tíu efstu menn á heimslistanum eru:

1. Novak Djokovic (Serbíu) 12.415

2. Rafael Nadal (Spáni) 7.945

3. Roger Federer (Sviss) 7.460

4. Dominic Thiem (Ástralíu) 4.595

5. Alexander Zverev (Þýskalandi) 4.325

6. Stefanos Tsitsipas (Grikklandi) 4.045

7. Kei Nishikori (Japan) 4.040

8. Karen Khachanov (Rússlandi) 2.890

9. Fabio Fognini (Ítalíu) 2.785

10. Daniil Medvedev (Rússlandi) 2.625

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert