Íslenskur sigur í Valencia

Amanda Marie Ágústsdóttir fagnar sigri.
Amanda Marie Ágústsdóttir fagnar sigri. Ljósmynd/Aðsend

Amanda Marie Ágústsdóttir, þríþrautarkona og einkaþjálfari, sigraði í þríþraut í Valencia í kvöld. Keppt var í sprettþraut sem er 750 m sund, 20 km hjólreiðar og 5 km hlaup. Þetta var mjög stór keppni með mjög sterkum keppendum, enda mikill áhugi fyrir þríþraut á Spáni.

Hún kom í mark fyrst kvenna á tímanum 01:14:56. Hún var önnur í sundinu, önnur í mark á hjólinu en tók svo fram úr Belén Beides Cuenca á seinni hringnum í hlaupinu og var með öruggan sigur eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert