Guðrún varð meistari á Ísafirði

Guðrún Ólafsdóttir, Sigurjón Sigtryggsson og Vilhjálmur Jónsson höfnuðu í þremur …
Guðrún Ólafsdóttir, Sigurjón Sigtryggsson og Vilhjálmur Jónsson höfnuðu í þremur efstu sætunum. Ljósmynd/Þorgeir

Íslandsmótið í boccia var haldið á Ísafirði um síðustu helgi. Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði sá um mótshald í samvinnu við Íþróttafélag fatlaðra. Lionsklúbburinn Víðarr gaf verðlaun. 

Alls tóku um 150 keppendur þátt í mótinu. Næsta Íslandsmót fer fram á Selfossi í byrjun október á næsta ári. 

Guðrún Ólafsdóttir úr Firði fagnaðí sigri í efstu deild og Sigurjón Sigtryggsson úr Snerpu varð annar. Vilhjálmur Jónasson, Nesi, tók bronsið. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa í þremur efstu deildunum. Íslandsmeistaramótið 2020 fer fram í október.

1 deild:

1. sæti: Guðrún Ólafsdóttir, Firði
2. sæti: Sigurjón Sigtryggsson, Snerpu
3. sæti: Vilhjálmur Jónsson, Nesi

2. deild:

1. sæti: Sveinn Gíslason, ÍFR
2. sæti: Lára María Ingimundardóttir, Nesi
3. sæti: Emma Rakel Björnsdóttir, Þjóti

3. deild:

1. sæti: Helga Helgadóttir, Eik
2. sæti: Hildur Sigurgeirsdóttir, Völsungi
3. sæti: Héðinn Jónsson, Eik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert