Óvænt tap hjá Bayern

Bayern tapaði óvænt á heimavelli.
Bayern tapaði óvænt á heimavelli. AFP

Bayer Leverkusen gerði sér lítið fyrir og vann 2:1-útisigur á Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Bayern hefur tapað þremur leikjum á tímabilinu og er í fjórða sæti. Leverkusen fór upp í sjöunda sæti með sigrinum. 

Leon Bailey kom Leverkusen yfir á 10. mínútu en Thomas Müller jafnaði á 34. mínútu. Aðeins mínútu síðar skoraði Bailey sitt annað mark og þar við sat. 

Bayern sótti án afláts í seinni hálfleik og sérstaklega eftir að Jonathan Tah fékk beint rautt spjald á 81. mínútu. Lukas Hrádecký í marki Leverkusen átti hins vegar stórleik.

Leipzig er á toppi deildarinnar með 27 stig, Borussia Mönchengladbach er í öðru sæti með 25 stig, Schalke er þriðja með 25 stig og Bayern þar á eftir með 24 stig. Borussia Dortmund er í fimmta sæti með 23 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert