Anton í þriðja úrslitasundið

Anton Sveinn McKee er kominn í úrslit.
Anton Sveinn McKee er kominn í úrslit. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee tryggði sér í dag sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Glasgow í Skotlandi. Anton synti á 57,35 sekúndum og hafnaði í áttunda sæti, en átta efstu fara í úrslitin. 

Sundið er það sjöunda hjá Antoni á mótinu til þessa og það fyrsta sem hann syndir án þess að setja nýtt Íslandsmet. Anton hefur synt gríðarlega vel á mótinu til þessa og sett sex sinnum Íslandsmet. 

Anton synti á 57,21 sekúndum í undanrásum og var því aðeins frá Íslandsmetinu sem hann setti í morgun. Ilya Shymanovich frá Hvíta-Rússlandi kom fyrstur í mark í undanúrslitunum á 55,89 sekúndum, sem er nýtt Evrópumet. 

Úrslitasundið fer fram á morgun og stingur Anton sér í laugina klukkan 18:08. 

mbl.is