Íslandsvinur lætur gott af sér leiða

Conor McGregor
Conor McGregor AFP

Írinn Conor McGregor hefur ákveðið að gefa búnað til sjúkrahúsa á Írlandi og nemur upphæðin sem kostað er til einni milljón evra. 

McGregor er stórstjarna í UFC og hefur þénað vel á velgengni sinni í búrinu. Hann lætur nú gott af sér leiða í baráttunni gegn kórónuveirunni eins og fleiri íþróttastjörnur hafa gert að undanförnu. 

Um 1.400 Írar eru smitaðir af veirunni sem stendur. 

mbl.is