Arna og Júlían stigahæst

Arna Ösp Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson úr Ármanni voru …
Arna Ösp Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson úr Ármanni voru stigahæst á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu í Fagralundi í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Arna Ösp Gunnarsdóttir og Júlían J.K. Jóhannsson úr Ármanni voru stigahæst á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu í Fagralundi í dag. Eins og áður hefur komið fram sló Júlían eigið heimsmet í +120 kg flokki er hann lyfti 409 kílóum. 

Arna bar sigur úr býtum í 63 kg flokki er hún lyfti 185 kílóum og fékk fyrir 199,5 DOTS-stig. Júlían fékk 212,39 DOTS-stig fyrir sinn árangur.

María Guðsteinsdóttir fékk næstflest stig í kvennaflokki og Kristín Þórhallsdóttir varð þriðja. María var eini keppandinn í 57 kg flokki og lyfti hún mest 165 kílóum. Kristín bar sigur úr býtum í 84 kg flokki með því að lyfta 190 kílóum. 

Viktor Samúelsson varð annar í stigakeppni karla og Friðbjörn Hlynsson þriðji. Viktor, sem keppir í 120 kg flokki, lyfti 338 kílóum og Friðbjörn 282 kílóum en hann keppir í 93 kg flokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert