Lítil skynsemi í rekstri knattspyrnufélaga

Úr leik Þróttar úr Reykjavík og Keflavík í 1. deild …
Úr leik Þróttar úr Reykjavík og Keflavík í 1. deild karla í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ef það er eitthvað sem kórónuveirufaraldurinn hefur kennt manni þá er það sú staðreynd að knattspyrnufélög á Íslandi í dag eru ekki rekin með skynsemi að leiðarljósi heldur tilfinningum.

KSÍ setti nýja reglugerð síðasta vor vegna kórónuveirufaraldursins þar sem sambandið gaf sér til og með 1. desember til þess að ljúka Íslandsmótinu í knattspyrnu 2020.

Þegar hlé var gert á mótinu í byrjun október kölluðu margir eftir því að mótið yrði bara blásið af. Efstu deildir karla og kvenna eru þær deildir sem hafa oftast lent í að hlé hafi verið gert á keppni eða leikjum frestað vegna veirunnar. Aðrar deildir hafa svo gott sem náð að sigla í gegnum mótið án stórra áfalla.

Nú lá það fyrir áður en mótið hófst að það gæti gerst að það yrði spilað til og með 1. desember. Samt kepptust lið við að hrúga til sín erlendum leikmönnum. Sum gengu meira að segja svo langt að lækka íslenska leikmenn í launum til þess að rýma fyrir erlendum leikmönnum á launaskránni.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþrótasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »