Ná hástökkvararnir lágmarki fyrir HM - fellur Íslandsmetið í kvöld?

Eva María Baldursdóttir.
Eva María Baldursdóttir. Ljósmynd/FRÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum 15-22 ára fer fram í Laugardalshöllinni um helgina og hefst þar klukkan 18 í kvöld.

Á heimasíðu FRÍ segir að þrátt fyrir tilslakanir sé ekki mögulegt að bjóða áhorfendur velkomna. Með starfsfólki og öðrum sem koma að mótshaldinu sé kvótinn fljótt fylltur. 

Þar kemur einnig fram að hástökkvararnir Eva María Baldursdóttir og Kristján Viggó Sigfinnsson verði á meðal keppenda en þau eiga bæði góða möguleika á að ná lágmarkinu í greininni fyrir HM U20 ára. Kristján hefur keppni klukkan 18 og Eva María klukkan 19.10.

Í kvöld keppir einnig spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem hleypur 60 metra klukkan 19.20 og freistar þess að bæta Íslandsmetið, 7,47 sekúndur, sem hún deilir með Tiönu Ósk Whitworth, samherja sínum úr ÍR.

Kristján Viggó Sigfinnsson.
Kristján Viggó Sigfinnsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert