Helgi fyrstur í heimi til að framkvæma stökkið

Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Guðmundur Kári Þorgrímsson.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Guðmundur Kári Þorgrímsson. Ljósmynd/Kristinn Arason

Helgi Laxdal Aðalgeirsson, fimleikamaður úr Stjörnunni, varð fyrstur í heiminum til að framkvæma erfitt stökk á dýnu á Íslandsmótinu í hópfimleikum á Akranesi á föstudaginn.

Í þriðju og síðustu stökkumferð á dýnunni stökk Helgi í framumferð stökk samsett af heilli skrúfu, kraftstökki og tvöföldu heljarstökki með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu. Stökkið er gífurlega erfitt og hefur aldrei áður verið framkvæmt í keppni.

Sjón er sögu ríkari en myndband af stökkinu hans Helga var birt á facebooksíðu Fimleikasambands Íslands og má sjá í spilaranum hér að neðan.

mbl.is