Rekinn vegna grínatriðis um helförina

AFP

Sýningarstjóri opnunarhátíðar Ólympíuleikanna sem settir verða í Tókýó á föstudag hefur verið rekinn, degi fyrir opnunarhátíðina, eftir að gömul ummæli hans um helförina komu upp á yfirborðið. 

Ummæli Kentaro Kobayashi í myndbandi úr grínþætti frá 1998 hafa verið stjórnendum Ólympíuleikanna reiðarslag. 

Kobayashi hefur beðist afsökunar í yfirlýsingu. Hann segir atriðið úr grínþættinum hafa verið „afar óviðeigandi“ og að á sínum tíma hafi hann verið að reyna að skemmta áhorfendum þáttarins.

mbl.is