Tvöfaldur sigurvegari í Hollandi

Gauti Guðmundsson vann tvö svigmót í Hollandi.
Gauti Guðmundsson vann tvö svigmót í Hollandi. Ljósmynd/SKÍ

Gauti Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands á skíðum, gerði góða ferð til Hollands um nýliðna helgi.

Gauti keppti á tveimur svigmótum innandyra í Landgraaf, SnowWorld Cup ILC 2021 og Lowland Championship 2021. 

Hann gerði sér lítið fyrir og vann bæði mótinu en hann undirbýr sig nú erlendis fyrir komandi keppnistímabil.

mbl.is