Fimm Íslendingar á leið til Peking

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í Peking.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppir í Peking. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

Fimm Íslendingar keppa á vetrarólympíuleikunum 2022 sem hefjast í Peking, höfuðborg Kína, 4. febrúar.

Fimmmenningarnir eru þessir:

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig
Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig
Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga
Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu
Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu

Aðrir þátttakendur Íslands í Peking verða:

Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson
Aðstoðarfararstjóri: Líney Rut Halldórsdóttir
Flokksstjóri skíðamanna: Dagbjartur Halldórsson
Læknir: Örnólfur Valdimarsson
Þjálfari alpagreina: Patrick Renner
Þjálfari alpagreina: Anders Petter Robertsson
Þjálfari alpagreina: Erla Ásgeirsdóttir
Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm
Aðstoðarþjálfari skíðagöngu: Thorstein Hymer
Aðstoðarþjálfari/sjúkraþjálfari skíðagöngu: Erlend Skippervik Sætre

mbl.is