Sigurður og Katrín Íslandsmeistarar

Sigurður Örn Ragnarsson og Katrín Pálsdóttir eru Íslandsmeistarar 2022.
Sigurður Örn Ragnarsson og Katrín Pálsdóttir eru Íslandsmeistarar 2022. Ljósmynd/Þríþrautasamband Íslands

Íslandsmeistaramótið í Ólympískri þríþraut fór fram í gær við góðar aðstæður á Laugarvatni. Í þrautinni voru syntir tveir 750 metra hringir í Laugarvatni, hjólaðar tvær 20km umferðir á Laugarvatnsvegi og að loknum hlaupnir tveir 5km utanvega hringir við Laugarvatn.  

Þetta var jafnframt tíunda árið í röð þar sem keppt í þríþraut á Laugarvatni. Í kvennaflokki sigraði Katrín Pálsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar á tímanum 2:41,24 tímum. Önnur varð Sigurlaug Helgadóttir úr Sundfélaginu Ægi á tímanum 2:50,19 tímum. Hildur Árnadóttur úr Ægi varð þriðja á 3:16,29 tímar. Var þetta í fyrsta skipti sem Katrín fagnar sigri á Íslandsmóti.

Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson en hann kom í mark á 2:09,54 tímum og er hann því Íslandsmeistari fimmta árið í röð. Stefán Karl Sævarsson varð annar á 2:17,59 tímar og Bjarni Jakob Gunnarsson varð þriðji á 2:23,12 tímum. Keppa þeir allir fyrir Breiðablik.

 Í stigakeppni félaga sigraði Sundfélagið Ægir, Breiðablik varð í örðu sæti og Sundfélag Hafnarfjarðar í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert