Ein mesta draumastelpa sem fæðst hefur

„Ég er nýlega orðinn faðir og þá breyttist forgangsröðin aðeins,“ sagði langhlauparinn Arnar Pétursson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins. 

Arnar, sem er 31 árs gamall, eignaðist sitt fyrsta barn, Sölku Sigrúnu, í mars ásamt sambýliskonu sinni Söru Björk Þorsteinsdóttir.

Arnar er margfaldur Íslandsmeistari í maraþoni en hann byrjaði að æfa langhlaup árið 2011 eftir að hafa verið í öllum yngri landsliðum Íslands í körfubolta.

„Þetta voru þvílík viðbrigði og ég var í raun ekkert búin að undirbúa tímabilið því ég vildi sjá hvernig fjölskyldumálin myndu þróast,“ sagði Arnar.

„Ég vissi ekki hvað ég ætti eftir að geta æft mikið með nýfætt barn en svo er hún bara ein mesta draumastelpa sem fæðst hefur,“ sagði Arnar meðal annars.

Viðtalið við Arnar í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is