Yngsti Íslandsmeistarinn í 23 ár

Íslandsmeistararnir Hinrik Óli Gunnarsson og Katrín Fjóla Bragadóttir.
Íslandsmeistararnir Hinrik Óli Gunnarsson og Katrín Fjóla Bragadóttir. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Hinn 18 ára gamli Hinrik Óli Gunnarsson úr ÍR fagnaði sigri í karlaflokki á Íslandsmóti einstaklinga í keilu sem fram fór í keiluhöllinni í Egilshöll á þriðjudaginn.

Elsti keppandinn á mótinu var 63 ára á meðan sá yngsti var 12 ára. Meðalaldurinn hjá konunum sem komust í úrslit var 44 ár og þá voru allir sem léku til úrslita í karlaflokki 19 ára og yngri.

Hinrik Óli hafði betur gegn Mikael Aroni Vilhelmssyni, KFR, í úrslitaleik og er hann jafnframt yngsti Íslandsmeistari Keilusambands Íslands í 23 ár og sá næstyngsti í sögunni.

Í kvennaflokki var það Katrín Fjóla Bragadóttir, KFR, sem hafði betur gegn Lindu Hrönn Magnúsdóttur, ÍR, í úrslitaleik.

Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Lokastaða hjá körlunum:
1. sæti: Hinrik Óli Gunnarsson, ÍR
2. sæti: Mikael Aron Vilhelmsson, KFR
3. sæti: Aron Hafþórsson, KFR

Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Lokastaða hjá konunum:
1. sæti: Katrín Fjóla Bragadóttir, KFR
2. sæti: Linda Hrönn Magnúsdóttir, ÍR
3. sæti: Nanna Hólm Davíðsdóttir, ÍR

mbl.is