Lögreglan rannsakar andlát íshokkímannsins

Adam Johnson í leik með Minnesota-Duluth Bulldogs árið 2017.
Adam Johnson í leik með Minnesota-Duluth Bulldogs árið 2017. AFP/Jonathan Daniel

Lögreglan á Englandi rannsakar nú andlát íshokkímannsins Adam Johnson sem lést í skelfilegu slysi á laugardaginn var.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Johnson, sem var 29 ára gamall, slasaðist alvarlega í leik með liði sínu Nottingham Panthers gegn Sheffiled Steelers í ensku bikarkeppninni í Sheffield.

Leikurinn var stöðvaður eftir rúmlega hálftímaleik þegar Johnson fékk skautablað í hálsinn en hann lést af sárum sínum á spítala í Sheffield skömmu síðar.

Lögreglan mætti á svæðið ásamt sjúkraliðum en lögregluyfirvöld á Englandi mætti aftur á skautasvellið á sunndeginum og héldu rannsókn sinni áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert