Ólafía á tveimur yfir í Kóreu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf leik á LPGA Keb Hana-mótinu í Suður-Kóreu í nótt. Hún lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. 

Ólafía er í 59.-69. sæti af 78 keppendum. Hún byrjaði hringinn á sex pörum í röð og fugli á 7. holu. Hún gerði svo par á 8. braut en fékk skolla á þeirri níundu og var því á parinu eftir fyrri níu holurnar. 

Það gekk hins vegar ekki eins vel á síðari níu holunum. Hún fékk skolla á 10. holu, fugl á 13. holu en fékk tvo skolla á síðustu þremur holunum. Ólafía leikur annan hringinn næstu nótt.

Mótið er 22. mótið sem Ólafía er á meðal þátttakenda í á hennar fyrsta ári á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.  

mbl.is