Ólafía slapp við frestun mótsins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Fresta þurfti keppni á fyrsta hring Pure Silk-mótsins á Bahamaeyjum, fyrsta móti ársins á LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var þá komin í hús.

Þegar 12 keppendur áttu eftir að klára fyrsta hring var ákveðið að fresta leik vegna myrkurs, um klukkan 18 að staðartíma. Þeir kylfingar sem eiga mest eftir eiga eftir síðustu þrjár holurnar á hringnum, en þeir munu klára þær um leið og birtir.

Á sama tíma mun keppni á öðrum hring hefjast. Ólafía var á meðal fyrstu kylfinga til þess að fara af stað á fyrsta hring og því má búast við að hún verði seinna á ferðinni í dag. Hún er á fjórum höggum yfir pari eftir fyrsta hring í 65.-75. sæti, en gríðarlegur vindur hefur gert keppendum erfitt fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert