Tiger tekur risastökk á heimlistanum

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Kylfingurinn Tiger Woods tekur risastökk á heimslistanum í golfi en hann hafnaði í 23. sæti á Far­mers Ins­urance-mót­inu sem lauk í Bandaríkjunum í fyrradag.

Þetta var fyrsta PGA-mótið sem Tiger tekur þátt í í rúmt eitt ár og fór hann upp um 108 sæti á heimslistanum og er nú í 539. sæti. Hann hefur ekki verið svo ofarlega á listanum í tæp tvö ár.

Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson eru fyrir ofan Tiger á heimslistanum, Axel er í 450. sæti og Birgir Leifur í 465. sæti.

Sjá heimslistann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert