Valdís af öryggi í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir komst örugglega áfram í gegnum niðurskurðinn á fyrsta móti árs­ins á Evr­ópu­mótaröðinni í golfi, Oa­tes Vic Open, sem nú stend­ur yfir í Victoria-fylki í Ástr­al­íu.

Valdís Þóra lék annan hringinn í nótt að íslenskum tíma á 72 höggum eða einu höggi undir pari og er samanlagt á einu höggi yfir pari í 30. sæti.

Valdísi gekk ekki sem skyldi til að byrja með á öðrum hringnum. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu sex holunum en spilamennska hennar á síðustu 12 holunum var virkilega góð þar sem hún náði fimm fuglum.

Niðurskurðurinn miðast við fimm högg þegar þetta er skrifað svo Valdís komst örugglega í gegnum hann.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert