Justin Rose í 3. sæti

Justin Rose.
Justin Rose. AFP

Enski ólympíumeistarinn Justin Rose er kominn upp í 3. sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Fort Worth-mótinu á PGA-mótaröðinni á sunnudag. 

Rose var í 5. sæti og fer því upp um tvö sæti en Justin Thomas er í efsta sæti og Dustin Johnson í öðru en báðir eru þeir Bandaríkjamenn. 

Birgir Leifur Hafþórsson er efstur Íslendinga á karlalistanum í 485. sæti og tók töluvert stökk eftir að hafa náð 7. sæti á móti í Tékklandi á Áskorendamótaröðinni. Birgir var í 551. sæti í síðustu viku. Axel Bóasson er í 534. sæti. 

Hjá konunum er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nú í 222. sæti og Valdís Þóra Jónsdóttir í 323. sæti. 

mbl.is