Gísli í toppbaráttu á gríðarsterku móti

Gísli Sveinbergsson er að gera góða hluti
Gísli Sveinbergsson er að gera góða hluti

Gísli Sveinbergsson úr Keili er í toppbaráttunni eftir fyrsta hringinn á St Andrews Links Trophy-mótinu í golfi. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót veraldar og á meðal þeirra sem hafa sigrað á þessu móti eru Ernie Els, Lee Westwood, Trevor Immelman, Geoff Ogilvy, Padraig Harrington, Justin Rose og Rory McIlroy.

Gísli lék á 69 höggum eða -2 og er hann í 7. sæti af alls 144 keppendum. Olly Huggins frá Englandi er efstur á 67 höggum. Keppt var á nýja vellinum á St. Andrews í dag en einnig er keppt á hinum enda sanna St. Andrews velli þar sem Opna breska meistaramótið fer reglulega fram.

Aron Snær Júlíusson úr GKG er í 41. sæti á pari vallar eða 72 höggum og Bjarki Pétursson úr GB er í 113. sæti á 76 höggum eða +4. Aðeins kylfingar með 0 eða lægra í forgjöf komast inn á þetta sterka áhugamannamót.

mbl.is