Landsliðin sem keppa á EM valin

Anna Sólveig Snorradóttir
Anna Sólveig Snorradóttir Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið landsliðin í karla – og kvennaflokki í golfi sem taka þátt á Evrópumótunum sem fram fara dagana 8.-14. júlí næstkomandi.

Kvennalandsliðið keppir á Murhof-vellinum í Austurríki. Björgvin Sigurbergsson verður ráðgjafi/fyrirliði og Guðný Þóra Guðnadóttir verður sjúkraþjálfari liðsins.

Kvennalandsliðið er þannig skipað:  
Andrea Björg Bergsdóttir (GKG)
Anna Sólveig Snorradóttir (GK)
Berglind Björnsdóttir (GR)​
Helga Kristín Einarsdóttir (GK)​
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR)​
Saga Traustadóttir (GR)

Karlalandsliðið keppir á Golf Club Bad Saarow-vellinum í Þýskalandi. Arnór Ingi Finnbjörnsson er fyrirliði og Jussi Pitkänen verður ráðgjafi liðsins.

Karlandsliðið er þannig skipað: 
Aron Snær Júlíusson (GKG)
Bjarki Pétursson (GB)
Björn Óskar Guðjónsson (GM)
Gísli Sveinbergsson (GK)
Henning Darri Þórðarson (GK)
Rúnar Arnórsson (GK)

Aron Snær Júlíusson
Aron Snær Júlíusson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert