Guðmundur sló vallarmetið

Guðmundur Ágúst á Grafarholtsvelli í dag.
Guðmundur Ágúst á Grafarholtsvelli í dag. Ljósmynd/GSÍ

Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar í golfi, Securitas-mótið, fer fram á Grafarholtsvelli þessa dagana en annar hringurinn var leikinn í dag.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er enn efstur í karlaflokki en hann sló vallarmetið í dag er hann lék hringinn á 63 höggum eða átta undir pari. Hann er því samtals 12 höggum undir pari og með fimm högga forskot á Íslandsmeistarann Axel Bóasson úr GK, sem í dag lék á 65 höggum eða sex undir pari.

Í kvennaflokki eru það kylfingar úr Keili sem raða sér í þrjú efstu sætin. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er búin að hirða toppsætið af Helgu Kristínu Einarsdóttur eftir að hafa verið sjö höggum frá henni eftir gærdaginn. Guðrún er sem stendur á fimm höggum yfir pari en í dag lék hún á 72 höggum eða einu yfir pari. Helga Kristín er sem stendur sex höggum yfir pari eftir erfiðan dag, hún lék á 80 höggum í dag en 68 í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert