Golfsettið fór ekki í flug með Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/Ladies European Tour

Valdís Þóra Jónsdóttur, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, lenti í leiðinlegum aðstæðum þegar hún flaug til Frakklands í dag.

Golfsettið virðist ekki hafa farið með fluginu hennar frá Keflavík, en Valdís Þóra greinir frá þessu á twittersíðu sinni. Miðað við skrif hennar er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist.

Hún keppir á Opna Lacoste Ladies-mótinu í Frakklandi sem hefst á fimmtudag, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

mbl.is