Haraldur í ágætum málum

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl/Arnþór Birkisson

Haraldur Franklín Magnús á ágæta möguleika á því að komast áfram á 2. stig úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann og Ólafur Björn Loftsson hafa lokið 36 holum af 72 á 1. stiginu. 

1. stigið fer fram víða um Evrópu en þar reyna um 700 kylfingar fyrir sér. Haraldur og Ólafur eru í Austurríki. 

Haraldur er á samtals fimm undir pari eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 69 og 70 höggum. Haraldur er í 18. - 26. sæti. 

Ólafur er á höggi yfir pari samanlagt en hann hefur leikið á 75 og 70 höggum. Bætti sig því um fimm högg á milli daga. Ólafur er í 60. - 71. sæti og þarf á tveimur mjög góðum hringjum að halda því skorið í mótinu er gott. 

Búast má við því að 20-25 kylfingar komist áfram á 2. stigið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert