Usain Bolt golfíþróttarinnar

Cameron Champ með verðlaunagripinn.
Cameron Champ með verðlaunagripinn. AFP

Golfheimurinn gæti verið að eignast nýja og afar kraftmikla stjörnu ef mið er tekið af frammistöðu hins 23 ára gamla Cameron Champ um liðna helgi.

Á aðeins sínu áttunda móti í PGA-mótaröðinni, eða sínu öðru sem opinber PGA-kylfingur, vann nýliðinn sigur en það er þó ekki endilega það sem vakið hefur mesta athygli.

Hafa ber í huga að Champ átti ekki í höggi við neina af bestu kylfingu heims á mótinu, sem fram fór í Jackson í Mississippi og nefnist Sanderson Farms-meistaramótið. Hann tryggði sér sigurinn með því að leika samtals fjóra hringi á -21 höggi, fjórum höggum betur en næsti maður, Corey Conners frá Kanada, á meðan Xander Schauffele sigraði á HSBC-heimsmótinu í Kína þar sem mun fleiri af bestu kylfingum heims léku um helgina.

En það að Champ skyldi samt vinna sitt fyrsta PGA-mót svo snemma á ferlinum, með frábærum endaspretti þar sem hann fékk til að mynda fimm fugla á síðustu sex holunum, hefur vakið athygli og svo ekki síður það hve ótrúlegan þunga hann getur sett í teighögg sín. Að meðaltali sló Champ 305 metra teighögg á mótinu sem er í góðum takti við það sem hann hefur gert á ferlinum hingað til. Dustin Johnson, Bubba Watson og Rory McIlroy hafa hvað oftast verið nefndir í umræðum um hver högglengsti kylfingurinn sé í PGA-mótaröðinni, en það var áður en Champ mætti á svæðið. „Ég hef aldrei séð svona hraða. Við erum í raun að horfa á Usain Bolt golfíþróttarinnar,“ sagði golfkennarinn kunni Sean Foley, leiðbeinandi Champ.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert