GSÍ fær 27,4 milljónir

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Haukur Örn Birgisson, forseti, Lilja …
Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, Haukur Örn Birgisson, forseti, Lilja Sigurðardóttir, formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Ljósmynd/Golf.is

Golfsamband Íslands fékk 27,4 millj­ón­um út­hlutað úr Af­reks­sjóði ÍSÍ vegna styrk­veit­inga fyr­ir árið 2018. GSÍ fékk 14,8 milljónir úr Afrekssjóði fyrir árið 2017 og hækkaði styrkurinn því um rúmlega 13 milljónir á milli ára.

Mikill vöxtur hefur verið í afreksstarfi GSÍ á undanförnum árum og hefur árangur einstaklinga og hópa verið framúrskarandi. GSÍ hefur verið að efla umhverfi afreksíþróttafólksins með mælingum á afrekskylfingum og stuðning í tengslum við mót sem og í undirbúningi viðburða," segir á heimasíðu ÍSÍ í dag. 

„Tveir keppendur tóku þátt í Ólympíuleikum ungmenna á árinu og sigur í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í Glasgow á árinu er án efa einn af hápunktum ársins. Fjölmargir kylfingar hafa verið að keppa á alþjóðlegum mótum á árinu og margir þeirra tekið þátt í sterkustu mótaröðum í heiminum," kom enn fremur fram á heimasíðu ÍSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert