Valdís Þóra komst ekki áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Hari

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, tók í nótt þátt í úrtökumóti fyrir ISPS Handa, Opna ástralska meistaramótið.

Mótið fór fram í Adelaide og voru keppendur 90 talsins. Þrjú efstu sætin fengu keppnisrétt á Opna ástralska mótinu og keppendur í sætum 4.-9. verða á biðlista fyrir mótið. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Valdís lék hringinn í nótt að íslenskum tíma á 77 höggum eða á fimm höggum yfir pari og endaði í 47. sæti og náði þar með ekki að tryggja sér keppnisréttinn á opna ástralska mótið. Hún fékk tvo fugla á hringnum, þrjá skolla og þrjá skramba.

Jenny Haglund frá Svíþjóð og hin bandaríska Beth Allen léku best allra. Þær léku á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Úrslitin á mótinu

mbl.is