Átta fuglar hjá Haraldi Franklín

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Kylfingurinn Haraldur Franklín var í miklu stuði á fyrsta hringnum á Camfil Nordic Championship mótinu í golfi í Svíþjóð í dag en mótið er hluti af  Nordic Golf mótaröðinni.

Haraldur Franklín gerði sér lítið fyrir og krækti í átta fugla, hann fékk einn skolla og lék níu holur á pari. Haraldur lék því á sjö höggum undir pari og deilir efsta sætinu með öðrum kylfingi þegar þetta er skrifað.

Axel Bóasson lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn í 30. sæti, Andri Þór Björnsson lék á pari og jafn ásamt fleiri kylfingum í 52. sæti en Aron Bergsson hefur ekki lokið keppni í dag.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka