Fær ekki að nota golfbíl og er hættur við

John Daly á PGA-meistaramótinu í maí.
John Daly á PGA-meistaramótinu í maí. AFP

John Daly, kylfingurinn litríki frá Bandaríkjunum, hefur dregið þátttöku sína til baka á opna breska meistaramótinu í golfi sem haldið verður á Dunluce Course-vellinum 18.-21. júlí.

Ástæðan fyrir því að Daly, sem er 53 ára gamall, er hættur við þátttöku á mótinu er sú að honum var meinað að nota golfbíl.  Daly, sem fagnaði sigri á mótinu árið 1995, fékk að nota golfbíl á bandaríska PGA-meistaramótinu í maí þar sem hann glímdi við hnémeiðsli.

Eftir að skipuleggjendur opna breska meistaramótsins höfnuðu beiðni Dalys sagðist hann ætli að reyna að spila sig í gegnum verkina en nú hefur honum snúist hugur. Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman mun taka sæti Dalys á mótinu.

mbl.is