Haraldur af öryggi á 2. stigið

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús er kominn á annað stig úr­töku­mótanna fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi. Haraldur hafnaði í fjórða sæti á móti á fyrsta stigi í dag, en hann lék fjóra hringi í Austurríki á samanlagt 15 höggum undir pari. 

Haraldur lék fyrstu þrjá hringina á samanlagt 15 höggum undir pari og nægði honum að leika á parinu í dag og komast örugglega áfram. 

Annað stigið fer fram 7.-10. nóvember og þeir kylfingar sem komast áfram á þriðja stigið keppa um sæti á mótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu. 

mbl.is