Stórkostlegur hringur Íslandsmeistarans

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti næstbesta hring dagsins á RAM Cape Town Open-mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu í Suður-Afríku í dag. 

Guðmundur lék á 66 höggum, sex höggum undir pari. Samanlagt er hann á tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi. Guðmundur lék fyrsta hringinn í gær á 76 höggum og bætti sig því um tíu högg á milli hringja. 

Íslandsmeistarinn er í 39. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum, níu höggum á eftir heimamanninum Daniel van Tondere sem er efstur. 

Guðmundur er kominn í gegnum niðurskurðinn og leikur þriðja hringinn á morgun og fjórða og síðasta hringinn á sunnudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert