Kuchar með þriggja stiga forystu - Tiger framarlega

Tiger Woods á þrettándu holunni á Pacific Palisades-vellinum.
Tiger Woods á þrettándu holunni á Pacific Palisades-vellinum. AFP

Matt Kuchar frá Bandaríkjunum er með þriggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Genesis-boðsmótinu í golfi sem var leikinn í gærkvöld og nótt í Los Angeles.

Kuchar lék á 64 höggum, sjö undir pari vallarins. Næstir á eftir honum, á 67 höggum, eru Bandaríkjamennirnir Russell Henley, Wyndham Clark, Harold Varner og Adam Schenk og Suður-Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee.

Tiger Woods er gestgjafi mótsins og hann lék á 69 höggum og deilir 17. sætinu með fimmtán öðrum kylfingum. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er í hópi tíu kylfinga sem léku á 68 höggum og deila sjöunda sætinu.

Matt Kuchar lék á 64 höggum.
Matt Kuchar lék á 64 höggum. AFP
mbl.is