Góður hringur aðeins of lítið fyrir Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var nærri því að komast í gegnum niðurskurðinn á South African Women's Classic-mótinu í Höfðaborg í dag, þrátt fyrir slæman fyrsta hring í gær þar sem hún lék á 80 höggum.

Guðrún átti allt annan og betri hring í dag og lék á 71 höggi, einu undir pari vallarins. Hún þokaðist smám saman nær niðurskurðarlínunni eftir því sem leið á hringinn og þegar upp var staðið vantaði Guðrúnu aðeins eitt högg til að komast áfram. Hún lék hringina tvo á samtals 151 höggi, sjö undir pari, en allar sem léku á sex undir pari fóru í gegnum niðurskurð og leika tvo síðustu hringina.

Eins og fram kom fyrr í dag er Valdís Þóra Jónsdóttir á meðal efstu keppenda á mótinu. Endanleg staða hennar eftir tvo hringi er 7.-8. sæti á 142 höggum samtals, eða tveimur höggum undir pari.

Olivia Cowan frá Þýskalandi er á 137 höggum, sjö undir pari, og er með þriggja högga forskot á þrjá næstu keppendur. Mótið heldur áfram í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert