Fimm högga forysta Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur fimm högga forystu að loknum tveimur hringjum af þremur á B59 Hotel mótinu í golfi sem fram fer á Leynisvelli á Akranesi, heimavelli Valdísar. Um er að ræða fyrsta mót ársins á golfmótaröð Golfsambands Íslands á árinu 2020.

Valdís hefur fimm högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, og er samtals á -9 en lék á fjórum höggum undir pari í dag. Alls fékk Valdís fimm fugla, einn örn og þrjá skolla, samtals á 68 höggum.

Ólafía Þórunn lék á 72 höggum, pari vallarins í dag, hlaut fjóra skolla, tvo fugla og einn örn. Eftir tvo hringi er hún á -4.

Í þriðja sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir á -1 en hún lék einnig á pari í dag.

Fylgjast má með stöðunni í mótinu hér.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 2. sæti eftir tvo …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er í 2. sæti eftir tvo hringi. Ljósmynd/seth@golf.is
mbl.is