Fyrsti sigurinn í þrjú ár kom í bráðabana

Daniel Berger fagnaði sigri.
Daniel Berger fagnaði sigri. AFP

Bandaríkjamaðurinn Daniel Berger stóð uppi sem sigurvegari á Chal­lenge-mót­inu í PGA-mótaröðinni í golfi, því fyrsta í þrjá mánuði. Leikið var á Colinial Country-vellinum í Texas. Berger hafði betur gegn landa sínum Collin Morikawa eftir eina holu í bráðabana. 

Berger og Morikawa voru báðir á 15 höggum undir pari eftir fjóra hringi og réðust úrslitin því á bráðabana. Þar hafði Berger betur strax á fyrstu holu, en hann lék hana á fjórum höggum og Morikawa fimm. 

Sigurinn var sá fyrsti hjá Berger síðan hann vann FedEx St. Jude Classic árið 2017 og þriðji sigurinn í PGA-mótaröðinni. Besti árangur Berger á risamóti kom á Opna bandaríska árið 2018 er hann hafnaði í sjötta sæti. 

Jason Kokrak, Bryson DeChambeau, Justin Rose og Xander Schauffele voru jafnir í þriðja til sjötta sæti á 14 höggum undir pari. 

Collin Morikawa þurfti að játa sig sigraðan í bráðabana.
Collin Morikawa þurfti að játa sig sigraðan í bráðabana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert