Slæmur lokahringur hjá Haraldi

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús náði sér ekki almennilega á strik á lokahring Italian Challenge-mótsins í golfi í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Íslenski kylfingurinn átti sinn versta dag á mótinu því hann lék á 75 höggum í dag, fjórum höggum yfir pari. Hann lýkur því leik á fjórum höggum yfir pari og í 60. sæti.

Haraldur lék fyrsta hringinn á 72 höggum en kom sér í gegnum niðurskurðinn með því að leika annan hringinn á 69 höggum, áður en hann lék þann þriðja á 72 höggum.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu.

mbl.is