Haraldur í öðru sæti á atvinnumóti

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR.
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR. Ljósmynd/seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, náði frábærum árangri þegar hann lenti í öðru sæti á atvinnumóti í Suður-Afríku sem lauk í gær í Jóhannesarborg.

Haraldur Franklín lék hringina þrjá á 203 höggum, eða 13 höggum undir pari (67-67-69), og var hann aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum Ricky Hendler frá Suður-Afríku.

Mótið fór fram á Modderfontein-vellinum og er hluti af IGT mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Suður-Afríku á eftir hinni þekktu Sunshine-mótaröð.

Senn styttist í að keppnistímabilið á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, og undirbýr Haraldur Franklín sig nú af kappi fyrir það í Suður-Afríku.

Fyrsta mótið á tímabilinu á Áskorendamótaröðinni fer fram dagana 10. - 13. febrúar á Fancourt vellinum þar í landi. Í vikunni þar á eftir, 17. - 20. febrúar, verður keppt á Royal Cape vellinum í Höfðaborg og þriðja mótið fer fram á Durban Country Club í samnefndri borg dagana 24. - 27. febrúar.

mbl.is