Hóta Evrópumótaröðinni lögsókn

Ian Poulter er einn þeirra sem gengu til liðs við …
Ian Poulter er einn þeirra sem gengu til liðs við LIV-mótaröðina. AFP/Adrian Dennis

Sextán kylfingar sem taka þátt í umdeildu LIV-mótaröðinni sem er styrkt af sádiarabískum yfirvöldum, hafa hótað að lögsækja Evrópumótaröðina en þeir fengu sekt frá þeim upp á rúmar 16 milljónir króna.

Fyrir utan sektina voru þeir settir í bann frá þrem mótum. Genesis Scottish Open og tveimur öðrum mótum sem Evrópu- og PGA-mótaraðirnar halda í samstarfi. Þeir kröfðust þess í opnu bréfi að refsingin yrði afturkölluð fyrir klukkan 17 í dag, annars hótuðu þeir lögsókn.

Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelley, svaraði sextánmenningunum í dag og sagði að svo margar rangfærslur væru í yfirlýsingu þeirra að ekki væri hægt að sitja undir því.

„Ég vildi að margir þeirra hefðu á undanförnum árum verið jafn áhugasamir um að keppa á mótaröðinni okkar og þeir virðast vera núna," sagði Pelley í yfirlýsingu í dag.

„Þeir vissu áður en þeir gengu til liðs við LIV að það myndi hafa sínar afleiðingar ef þeir þeir yrðu með peningana í forgangi á keppnina sjálfa," sagði Pelley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert