Selfoss í undanúrslit bikarkeppninnar

Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga.
Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga. mbl.is/Brynjar Gauti

Selfyssingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Stjörnuna 32:31 í framlengdum leik í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla, Eimskipsbikarnum, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum.

Selfoss er í öðru sæti 1. deildar karla í handboltanum en Stjarnan í 7. og næst neðsta sætinu í efstu deild.

Liðin sem eru komin áfram auk Selfoss eru Valur, FH og Grótta.

mbl.is

Bloggað um fréttina