Ólafur hættur með landsliðinu

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl.is/Golli

Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður heims undanfarin ár, hefur leikið sinn síðasta landsleik. Ólafur greindi frá því í samtali við RÚV að ferli hans með landsliðinu væri endanlega lokið.

Ólafur hefur verið leiðtogi og besti leikmaður íslenska landsliðsins mörg undanfarin ár en um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því hann steig sín fyrstu spor með landsliðinu. Það verður svo sannarlega sjónarsviptir að Ólafi en hann hefur glatt íslensku þjóðina með frábærum tilþrifum á handboltavellinum.

mbl.is