Féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslit

FH-ingar fagna eftir sigur í vetur.
FH-ingar fagna eftir sigur í vetur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins féll leikmaður karlaliðs FH í handknattleik á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að loknum úrslitaleik í bikarkeppni HSÍ, Coca Cola-bikarnum, í Laugardalshöll 28. febrúar sl.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar á lyfjaprófinu er um að ræða notkun á steralyfi.

Umræddur leikmaður hefur játað brot sitt samkvæmt heimildum. Ákæra hafði ekki verið gefin út í gær en hún er væntanleg.

Eftir því sem næst verður komist hefur ekki verið óskað eftir að B-sýni verði rannsakað þar sem umræddur íþróttamaður gekkst hiklaust við broti sínu þegar honum var tilkynnt niðurstaðan á dögunum. Hann mun hafa viðurkennt að hafa tekið efnin til þess að flýta fyrir bata eftir að hafa verið í erfiðum meiðslum.

Lengri frétt um málið er í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert