Meistararnir fara á Selfoss

Grótta er ríkjandi bikarmeistari en liðið vann alla stóru titlana ...
Grótta er ríkjandi bikarmeistari en liðið vann alla stóru titlana þrjá á síðustu leiktíð. mbl.is/Eva Björk

Bikarmeistarar Gróttu sækja Selfyssinga heim í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna í handknattleik en dregið var í Ægisgarði í dag.

Einum leik er ólokið í 16-liða úrslitum en ÍR mætir varaliði ÍBV í Eyjum annað kvöld.

Áætlað er að leikirnir í 8-liða úrslitum fari fram dagana 9.-10. febrúar. Úrslitahelgin í bikarnum fer fram 25.-28. febrúar.

8-liða úrslitin:
Selfoss - Grótta
Fylkir - Fram
Stjarnan - ÍBV 2/ÍR
Haukar - HK

mbl.is