Jón Heiðar hefur ákveðið að rifa seglin

Jón Heiðar Gunnarsson.
Jón Heiðar Gunnarsson. mbl.is/Golli

Handknattleiksmaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 36 ára að aldri. Hann lék síðast með liði Aftureldingar á síðastliðnu tímabili og skoraði 54 mörk í deildinni.

„Ég vildi ekki tilkynna þetta fyrr í sumar þar sem ég nennti ekki að taka á móti fyrirspurnum frá öðrum liðum en þrátt fyrir það hafa þó komið einhverjar fyrirspurnir til mín bæði varðandi þjálfun og spilamennsku,“ sagði Jón Heiðar við Morgunblaðið.

Jón Heiðar lék handbolta í 16 ár í íslensku úrvalsdeildinni með fimm mismunandi liðum auk þess að vera ár sem atvinnumaður í handbolta hjá Aix Pauc handball í Frakklandi. Hann varð tvisvar bikarmeistari með HK og ÍR og deildarmeistari í næstefstu deild í Frakklandi. Hann var valinn í úrtakshóp íslenska landsliðsins. Jón lék lengi með sérstaka höfuðhlíf eftir alvarlegt höfuðhögg sem hann varð fyrir í leik á móti ÍBV árið 2007 og var brautryðjandi á því sviði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert