Berlínar refirnir á siglingu

Bjarki Már Elísson og félagar hafa unnið alla átta leiki ...
Bjarki Már Elísson og félagar hafa unnið alla átta leiki sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Füchse Berlin héldu sigurgöngu sinni áfram í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Berlínar refirnir fögnuðu sigri gegn Erlangen á heimavelli, 31:25. Bjarki Már skoraði eitt mark í leiknum en danski landsliðsmaðurinn Hans Óttar Lindberg sem hefur ættir að rekja til Íslands var markahæstur í liðinu með 8 mörk. Füchse Berlin hefur unnið alla sjö átta sína í deildinni.

Hüttenberg sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og Ragnar Jóhannsson leikur með vann Ludwigshafen, 28:27, í æsispennandi leik og liðið innbyrti þar með sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu. Ragnar skoraði 5 mörk í leiknum. Hüttenberg fór þar með upp úr fallsæti og hefur fimm stig. 

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel virðast eitthvað vera að rétta úr kútnum en Kiel hafði betur gegn Göppingen, 28:23. Þetta var annar sigur Kiel í röð í deildinni en liðið hefur unnið fimm leiki en tapað fjórum tímabilinu. Kiel er í 8. sæti deildarinnar með 10 stig.

mbl.is