Íslendingaliðið á sigurbraut

Ólafur Andrés Guðmundsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson. Ljósmynd/Kristianstad

Íslendingaliðið Kristianstad náði í kvöld tveggja stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik þegar liðið bar sigurorð af Redbergslid á heimavelli, 30:26.

Íslendingar þrír sem leika með liðinu höfðu frekar hægt um sig í markaskoruninni í kvöld. Fyrirliðinn Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu tvö mörk hvor og Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt.

Kristianstad hefur byrjað leiktíðina af krafti en liðið hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum í deildinni.

mbl.is